Ho Si
Útvarpskonan á Rúv komst skemmtilega að orði í gær þegar hún sagði frá hátíðahöldunum sem yrðu í tilefni fæðingardags H.C.Andersen. Í Danmörku var mikið lagt upp úr þessum fögnuði, enda "hefði hann orðið 200 ára í dag." Ef hvað? Ef hann hefði ekki dáið þegar hann var sjötugur? Ef honum hefði enst aldur? Mér fannst þetta skemmtilegt orðalag, enda nokkuð ljóst að H.C.Andersen hefði ekki undir nokkrum kringumstæðum orðið 200 ára í gær, sama hvað.
Annars...
...er ekki öfundsvert hið auma hlutskipti að vera hlaupandi hamstur á djammhjólinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli