Fyrirlesturinn okkar Margrétar vakti mikla lukku. Pakkaleikur með Barbie-Hallgerði og sjálfboðaliði sem sat uppi á borði með hárkollu mæltust svo vel fyrir að Kristín slumpaði á okkur 9,5 í einkunn. Þar með hafa allar íslenskueinkunnir mínar í vetur verið í níunni, újé. (Hinsvegar var ég að enda við að skila auðu stærðfræðiprófi.)
Doktor Haukur setti út á ritstíl minn um daginn. Hann kvartaði sáran yfir þeim vana mínum að skammstafa allt sem huxast getur. Kannski hefur hann e-ð til síns máls. Skammstafanafyllerí mitt byrjaði í skriflegum námsglósum en læddist lymskulega yfir á lyklaborðið. (feit stuðlun) Nú gæti ég tekið upp á því að taka gagnrýni hauksins til greina og hætt þessum ósóma. Haukur verður þó að gera sér grein fyrir hversu örlagaríkur þessi vani hefur verið mér, en fyrsta samtal okkar Önna var einmitt um téðar skammstafanir, á tölvustofunni í fyrravetur.
Er til annað orð yfir "samheiti"?
Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.
fimmtudagur, október 31, 2002
miðvikudagur, október 30, 2002
Við Margrét erum nú að leggja lokahönd á fyrirlesturinn um Hallgerði langbrók. Kristín íslenskukennari hefur lofað heilu aukastigi hverjum þeim sem tekst að vekja athygli á málfflutningnum með aukreitis fyrirhöfn. Að sjálfsögðu ætlum við Margrét að gera það á gasalega frumlegan hátt, auk powerpoint glæra.
Björn Erlingur Flóki Björnsson hefur enn einu sinni tekið að sér að nudda verstu hnútana úr öxlunum á mér. Hann er vænn.
Björn Erlingur Flóki Björnsson hefur enn einu sinni tekið að sér að nudda verstu hnútana úr öxlunum á mér. Hann er vænn.
þriðjudagur, október 29, 2002
Norðurlöndin eru í sjónvarpinu að fagna menningu sinni. Ánægjulegt að hugsa til þess að í salnum skuli sitja fólk frá þessum sjö nágrannalöndum og allir skilja meira eða minna hvað fram fer þó þjóðtunga viðkomandi sé ekki töluð. (Nema auðvitað Dorrit greyið, hún situr bara með barminn út í loftið og skilur ekki bofs.) Synd hve fáir okkar krakkabjánanna gera sér grein f.þessum kosti dönskunnar, hún er lykillinn að hinum málunum. Norðurlöndin eru fallegt og krúttlegt fyrirbæri.
Önundur er nú byrjaður að vísa í mig sem "kvenmanninn". Við skulum sjá hve lengi hann heldur því áfram.
Þessi dagur er með eindæmum grár, sannkallaður suddi svo ekki sést til Esjunnar. Sama er að segja um sjálfa mig; mín innri Esja er umlukin gráum skýjum sem sjúga græðgislega úr mér allan mátt og tæra mig upp svo ég fyllist vonleysi og tregafullri angist. Af því tilefni vil ég birta ljóð sem elskulegur vinur minn Bragi Páll Sigurðarson orti um mig á 9 ári grunnskólanáms okkar. Gjörið svo vel:
Una þú ert sæt og fín
ég er ekki að fokka,
mikla, góða mamma mín,
kanntu að prjóna sokka?
Una þú er falleg drós,
unaðsleg; þitt nafn er hrós.
Una þú ert draumur í dós
ðats ðe vei ðö storí gós.
Þessi dagur er með eindæmum grár, sannkallaður suddi svo ekki sést til Esjunnar. Sama er að segja um sjálfa mig; mín innri Esja er umlukin gráum skýjum sem sjúga græðgislega úr mér allan mátt og tæra mig upp svo ég fyllist vonleysi og tregafullri angist. Af því tilefni vil ég birta ljóð sem elskulegur vinur minn Bragi Páll Sigurðarson orti um mig á 9 ári grunnskólanáms okkar. Gjörið svo vel:
Una þú ert sæt og fín
ég er ekki að fokka,
mikla, góða mamma mín,
kanntu að prjóna sokka?
Una þú er falleg drós,
unaðsleg; þitt nafn er hrós.
Una þú ert draumur í dós
ðats ðe vei ðö storí gós.
mánudagur, október 28, 2002
Hádegishléinu var eytt í hatrammt rifrildi við Sigurjón Bergþór Daðason, Grjóna um Hallgerði langbrók. Í sínum fyrirlestri um illmenni Njálu úthúðar hann Hallgerði á meðan ég reyni að réttlæta gjörðir hennar í mínum skrifum.
Snjórinn er kominn og ég hlakka til jólanna. Er þó enn að gera upp við mig hvort ég á að reyna að vinna á póstinum í fríinu eins og síðast. Eins og ég hef áður sagt er löngu ákveðið hvað skal gefa fjölskyldumeðlimum í tilefni jóla, skynsamlegast væri að byrja innkaupin strax.
Frank reynir nú að endurútprenta lesbíukortið sem ég sendi honum um daginn.
Snjórinn er kominn og ég hlakka til jólanna. Er þó enn að gera upp við mig hvort ég á að reyna að vinna á póstinum í fríinu eins og síðast. Eins og ég hef áður sagt er löngu ákveðið hvað skal gefa fjölskyldumeðlimum í tilefni jóla, skynsamlegast væri að byrja innkaupin strax.
Frank reynir nú að endurútprenta lesbíukortið sem ég sendi honum um daginn.
Mar grætur ekki gamla góða föðurlandið, það fær að njóta sín í dag.
Mogginn hefur startað aulgýsingaherferð þar sem fallegt fólk les blaðið og nýtur augnabliksins. Það sem ergir mig er að öll sitja þau í afskaplega óþægilegum stellingum, sem koma vel út á mynd. Minnir mig á gömlu, góðu pósuna þar sem fágaðar stúlkur í síðkjólum sitja undir eplatré með bók í hönd. Ég hef reynt að lesa í þeirri stellingu, það tekur mjög á bakið, mjaðmirnar og handleggina. En er fallegt á myndrænan hátt.
Mogginn hefur startað aulgýsingaherferð þar sem fallegt fólk les blaðið og nýtur augnabliksins. Það sem ergir mig er að öll sitja þau í afskaplega óþægilegum stellingum, sem koma vel út á mynd. Minnir mig á gömlu, góðu pósuna þar sem fágaðar stúlkur í síðkjólum sitja undir eplatré með bók í hönd. Ég hef reynt að lesa í þeirri stellingu, það tekur mjög á bakið, mjaðmirnar og handleggina. En er fallegt á myndrænan hátt.
sunnudagur, október 27, 2002
Hilmir hefur komið sér upp hlaupandi bloggi. Kreisí.
Gleðskapurinn á Laugarnestanga í gær minnti mig á löngun mína til að eignast herbergi sem er ein stór sturta. Þ.e. allt loftið væri ógnarstór sturtuhaus. Eins og rigning innanhúss. Kreisí.
Mig dreymdi í nótt að Magnús Davíð Norðdahl ætlaði að skutla mér á árshátíð en varð reiður yfir hvað ég var sein því hann var á leið í klippingu kl.fimm.
Vert að geta þess að Sigurður Arent virðist ætla að taka v.af Magga sem treflamaðurinn í M.R. Hann arkar um gangana m/bóhemtrefil og Damon Albarn klippingu. Til hamingju Siggi.
"Rosalega er samt hentugt að casa heiti casa, þú veist "hey komum niður í cösu", en ekki t.d. Magnús Freyr Hafliðason."
-Siggi Arent
Gleðskapurinn á Laugarnestanga í gær minnti mig á löngun mína til að eignast herbergi sem er ein stór sturta. Þ.e. allt loftið væri ógnarstór sturtuhaus. Eins og rigning innanhúss. Kreisí.
Mig dreymdi í nótt að Magnús Davíð Norðdahl ætlaði að skutla mér á árshátíð en varð reiður yfir hvað ég var sein því hann var á leið í klippingu kl.fimm.
Vert að geta þess að Sigurður Arent virðist ætla að taka v.af Magga sem treflamaðurinn í M.R. Hann arkar um gangana m/bóhemtrefil og Damon Albarn klippingu. Til hamingju Siggi.
"Rosalega er samt hentugt að casa heiti casa, þú veist "hey komum niður í cösu", en ekki t.d. Magnús Freyr Hafliðason."
-Siggi Arent
laugardagur, október 26, 2002
Um daginn fylgdust við Steinunn og Elín Lóa glaðar með gömlum manni með stóran blómvönd dingla bjöllu v.Miklubrautina. Við gerðum okkur í hugarlund að hann ætlaði að gleðja ástina sína. Svo áttuðum við okkur á því að þetta voru samúðarblóm og veltum f.okkur hver myndi koma til dyra að taka v.þeim. Við nánari athugun sáum við að hann var ekki að bíða e.neinum, heldur að bisast við að opna með lykli sem var erfitt sökum stærðar blómvandarins.
Hvað gerði ég svo í gærkvöldi? Jú ég horfði á Aladín (sannreyndi að ég kann hana enn utan að) og svo kenndi Önundur mér að búa til skutlur.
Á eftir er samkoma á Laugarnestanga, þar sem Hallgerður blessunin Höskuldsdóttir langbrók liggur skv.mínum bestu heimildum.
Hvað gerði ég svo í gærkvöldi? Jú ég horfði á Aladín (sannreyndi að ég kann hana enn utan að) og svo kenndi Önundur mér að búa til skutlur.
Á eftir er samkoma á Laugarnestanga, þar sem Hallgerður blessunin Höskuldsdóttir langbrók liggur skv.mínum bestu heimildum.
föstudagur, október 25, 2002
Frank villingur.
Snæbjörn Guðmundsson var hylltur af bekkjarfélögum á Forn I og II í dag. Hann er komin í úrslit efra stigs stærðfr.keppninnar, ásamt nemendum á Eðl I. Snæbjörn er goðið mitt.
Steinunn er gyðjan mín. Hún keyrði okkur Berglindi á leikhússport keppnina í gær, en komst síðan ekki inn því á meðan hún lagði bílnum fylltist húsið. Þú ert samt sæt Steinunn. Til að trygga mér inngöngu á sportkaffi og ókeypis bjór sótti ég skilríkin sem hafa verið í láni Sifjar vinkonu undanfarnar vikur. Hún var ekki heima en foreldrar hennar fundu þau f.mig. Ég gerði mig ekki grein f.að þau vissu ekki um þetta skilríkjavesen á henni, svo ég "kom víst upp um hana". Vona að það eyðileggi ekkert.
Snæbjörn Guðmundsson var hylltur af bekkjarfélögum á Forn I og II í dag. Hann er komin í úrslit efra stigs stærðfr.keppninnar, ásamt nemendum á Eðl I. Snæbjörn er goðið mitt.
Steinunn er gyðjan mín. Hún keyrði okkur Berglindi á leikhússport keppnina í gær, en komst síðan ekki inn því á meðan hún lagði bílnum fylltist húsið. Þú ert samt sæt Steinunn. Til að trygga mér inngöngu á sportkaffi og ókeypis bjór sótti ég skilríkin sem hafa verið í láni Sifjar vinkonu undanfarnar vikur. Hún var ekki heima en foreldrar hennar fundu þau f.mig. Ég gerði mig ekki grein f.að þau vissu ekki um þetta skilríkjavesen á henni, svo ég "kom víst upp um hana". Vona að það eyðileggi ekkert.
Den dansende drømmeprins Hilmir, gjarnan kallaður Mimmi af móður sinni, hefur hafið blogg.
Næstkomandi fimmtudag mun Birgir Búason hljóta titilinn "Fyndnasti maður Íslands." (myndi ég halda) Ég var að fljúga heim á tóbaksskýi sportkaffis, þar sem Biggi kunningi minn og kærasti Hönnu vinkonu lallaði sig í úrslitin. Hann átti algjörlega salinn, eiginlega vorkenndi ég hinum vesalingunum sem fengu lítil viðbrögð v.sínu uppistandsígildi.
Deginum var annars varið á Njáluslóðum, kærkomin og áhugaverð tilbreyting frá skólabókunum. Fólk virtist þó kunna misvel að meta þennan lúxus, þröngsýnu krakkagerpi.
Klukkan er rúmlega miðnætti og Kári er að spila Metallica handan v.servíettuvegginn. Hann þarf að hætta þessu.
Deginum var annars varið á Njáluslóðum, kærkomin og áhugaverð tilbreyting frá skólabókunum. Fólk virtist þó kunna misvel að meta þennan lúxus, þröngsýnu krakkagerpi.
Klukkan er rúmlega miðnætti og Kári er að spila Metallica handan v.servíettuvegginn. Hann þarf að hætta þessu.
miðvikudagur, október 23, 2002
þriðjudagur, október 22, 2002
Helgi mikilla nautna er nú liðin.
Eftirfarandi atriði vöktu athygli mína um helgina:
-Eyðibýlið Hvammur er hentugur staður til helgarferða.
-Fögur er fjallasýnin í Rangárvallasveit.
-Rauðvín er ógnargott.
-Að vera nakin úti í frosti er kalt.
-Sprengisandur er mj.svo svartur.
-Auðn er fegurð.
-Stíflur eru heljarinnar mannvirki.
-Hægt er að hlýja sér á stæðilegum, loðnum karlmönnum.
-Mar grætur ekki góðan mat.
-Stundum er of notalegt inni til að horfa á stjörnurnar.
-KFC á Selfossi er óæskilegur til átu.
Þegar mánudagurinn rann svo upp þótti sniðugt að fara á hlöðuna, en loks þegar þangað var komið, fullseint, var troðið út úr dyrum. Við Önundur fórum því tvisvar á Bæjarins Bestu, einu sinni í Ísbúðina Álfheimum og rúntuðum Laugaveginn áður en lærdómur hófst. Honum lauk síðan í fyrra lagi því Haukur læknisfræðinemi taldi okkur á að fara í bíó. Red Dragon er góð en jafnframt óhugguleg mynd.
En nú tekur hversdagslífið við fram að jólaprófum.
Eftirfarandi atriði vöktu athygli mína um helgina:
-Eyðibýlið Hvammur er hentugur staður til helgarferða.
-Fögur er fjallasýnin í Rangárvallasveit.
-Rauðvín er ógnargott.
-Að vera nakin úti í frosti er kalt.
-Sprengisandur er mj.svo svartur.
-Auðn er fegurð.
-Stíflur eru heljarinnar mannvirki.
-Hægt er að hlýja sér á stæðilegum, loðnum karlmönnum.
-Mar grætur ekki góðan mat.
-Stundum er of notalegt inni til að horfa á stjörnurnar.
-KFC á Selfossi er óæskilegur til átu.
Þegar mánudagurinn rann svo upp þótti sniðugt að fara á hlöðuna, en loks þegar þangað var komið, fullseint, var troðið út úr dyrum. Við Önundur fórum því tvisvar á Bæjarins Bestu, einu sinni í Ísbúðina Álfheimum og rúntuðum Laugaveginn áður en lærdómur hófst. Honum lauk síðan í fyrra lagi því Haukur læknisfræðinemi taldi okkur á að fara í bíó. Red Dragon er góð en jafnframt óhugguleg mynd.
En nú tekur hversdagslífið við fram að jólaprófum.
föstudagur, október 18, 2002
Vaknaði í morgun m/höfuðverk og langaði mest í hambojagga og fröllur. Þetta finnst mér fullkomlega ósanngjarnt þar sem ég var bílandi í gær og snerti ekki áfengi.
Atriðið gekk mj.vel og hefur mér verið hrósað f.leiksigur sem naut. Ég sagði "helvítis" í einu stanginu, bara f.Hilmi og allt gekk eftir. En öllum verður að blæða f.listina. Sigurður Arent hlaut sár á höfuð þegar hann gekk á A-ið í Abbanu á sviðinu og ég er þrælslega skorin á tætt á öxlum & bringu eftir nautshausinn, sem var eitt víravirki.
Partýið var ótrúlega skemmtilegt. Markús sat nötrandi með ítölsku hráskinkuna sína og parmesaninn yfir rauðvínssötrinu, hann gerði ráð f.sófapartýi og fordæmdi lætin. Mannskapurinn grét ekki stuðið og edrú sem bedrú skemmti ég mér konunglega. Mér sýnist að bekkurinn muni þurfa 1-2 mögnuð partý sem fyrst til að hristast betur saman. 5.A samanstendur af eintómum öðlingum, en ætli það sé ekki stærð stofunnar sem hefur hindrað nánari kynni, sem er synd.
Nú er ég nýkomin úr Bláa Lóninu. Frnak treysti sér ekki með þar sem hann að sögn vaknaði nánast dáin.
En nú styttist í próf lögfræðinýnema. Að því loknu stefni ég beint út á land í norðurljósin. Mikið hlakka ég til.
Atriðið gekk mj.vel og hefur mér verið hrósað f.leiksigur sem naut. Ég sagði "helvítis" í einu stanginu, bara f.Hilmi og allt gekk eftir. En öllum verður að blæða f.listina. Sigurður Arent hlaut sár á höfuð þegar hann gekk á A-ið í Abbanu á sviðinu og ég er þrælslega skorin á tætt á öxlum & bringu eftir nautshausinn, sem var eitt víravirki.
Partýið var ótrúlega skemmtilegt. Markús sat nötrandi með ítölsku hráskinkuna sína og parmesaninn yfir rauðvínssötrinu, hann gerði ráð f.sófapartýi og fordæmdi lætin. Mannskapurinn grét ekki stuðið og edrú sem bedrú skemmti ég mér konunglega. Mér sýnist að bekkurinn muni þurfa 1-2 mögnuð partý sem fyrst til að hristast betur saman. 5.A samanstendur af eintómum öðlingum, en ætli það sé ekki stærð stofunnar sem hefur hindrað nánari kynni, sem er synd.
Nú er ég nýkomin úr Bláa Lóninu. Frnak treysti sér ekki með þar sem hann að sögn vaknaði nánast dáin.
En nú styttist í próf lögfræðinýnema. Að því loknu stefni ég beint út á land í norðurljósin. Mikið hlakka ég til.
fimmtudagur, október 17, 2002
Árshátíð í kvöld. Strax e.skóla er æfing á Broddinum f.skemmtiatriðið. Enn er óljóst hvort ég kemst nokkuð heim áður en allt húllið byrjar. Knappur tími milli æfingar og sýningar og svo er partýið á Álftanesi, í dágóðri fjarlægð frá Mosfellsbæ. Ég er farin að gæla v.hugmyndina að sleppa ballinu, fara bara heim e.partýið. Minna vesen. Verð hvort eð er örugglega alveg að sofna upp úr ellefu, búin á því. Ætli það sé samt ekki hámark félagsskítsins að skrópa á árshátíð.
Eín Lóa bauð í morgunkaffi klukkan sjö í morgun. Það var ánægjulegt.
Jäg er så trött. Svo er ég að farast úr stressi yfir þessu öllu saman, svona tímþröng fer svo illa í mig. Langar mest bara heim undir sæng. Eða undir e-a sæng í Garðabænum, það væri afbragð.
Fór í leikhús í gær, generalprufu útskrifarárs leiklistarskólans á spænsku skrifstofuádeilunni Skýfall. Súrsteiktasta leikrit sem ég hef séð. Leiddist þó aldrei....en það var aðeins of artyfarty f.minn smekk. Sá samt typpið á einum aðalleikaranum. (held það hafi ekki átt að gerast)
Ætli teppin í Cösu séu laus?
Eín Lóa bauð í morgunkaffi klukkan sjö í morgun. Það var ánægjulegt.
Jäg er så trött. Svo er ég að farast úr stressi yfir þessu öllu saman, svona tímþröng fer svo illa í mig. Langar mest bara heim undir sæng. Eða undir e-a sæng í Garðabænum, það væri afbragð.
Fór í leikhús í gær, generalprufu útskrifarárs leiklistarskólans á spænsku skrifstofuádeilunni Skýfall. Súrsteiktasta leikrit sem ég hef séð. Leiddist þó aldrei....en það var aðeins of artyfarty f.minn smekk. Sá samt typpið á einum aðalleikaranum. (held það hafi ekki átt að gerast)
Ætli teppin í Cösu séu laus?
þriðjudagur, október 15, 2002
Doddeh hefur misst af töluverðu síðustu 4 árshátíðir sínar. Skv.því sem hann segir hefur hann alltaf hatast út í danstímana í íþróttum. Sem betur fer hefur hann séð að sér, því þetta dansrugl er skemmtileg tilbreyting frá stundaskránni, yfirleitt mj.fyndið og auk þess undirbúningur f.eina af skemmtilegustu hefðum MR, Fiðluballið.
Annars furða ég mig á íþróttalegu sinni systkina minna, miðað v.hvað ég er mikill anti-sportisti. Þau yngri eru bæði í fótbolta auk þess sem hún keppir í hestum og hann í handbolta. Sturla eldri bróðir fer í ræktina. Sjálfri finnst mér gaman að ganga, annað ekki nema í fíflagangi eða sem áhorfandi. Systkini mín eru öll úrvalseintök af manneskjum og gera mig stolta. Ég vildi að ég væri jafn áberandi hæfileikarík og þau.
Hilmir og Þura voru að slást og flissa frammi á gangi. Voða ástfangin og sæt.
Annars furða ég mig á íþróttalegu sinni systkina minna, miðað v.hvað ég er mikill anti-sportisti. Þau yngri eru bæði í fótbolta auk þess sem hún keppir í hestum og hann í handbolta. Sturla eldri bróðir fer í ræktina. Sjálfri finnst mér gaman að ganga, annað ekki nema í fíflagangi eða sem áhorfandi. Systkini mín eru öll úrvalseintök af manneskjum og gera mig stolta. Ég vildi að ég væri jafn áberandi hæfileikarík og þau.
Hilmir og Þura voru að slást og flissa frammi á gangi. Voða ástfangin og sæt.
Kastali Orkuveitunnir gnæfir ógnvænlega yfir Nóa Sirius og hina kofana í Hesthálsinum. Á leið til vinnu um daginn í heldur drungalegu veðri varð mér litið á vinnukranann hjá byggingunni, fremst á honum blakti tætingslegur orkuveitufáni í myrkrinu. Ég var sleginn ótta. Mér leið eins og bróðurhluti mannskyns hefði eyðst í skelfilegum kjarnorkuvetri, og hjá orkuveitunni byggi vonda klíkan sem ógnaði öllum, vafðir skornum hjólbörðum. Var lengi að hrista þessa tilfinningu af mér.
laugardagur, október 12, 2002
Þegar ég hlýði Önna yfir tekst honum ómeðvitað að vera alveg eins og Sigga Jó í atferli. ("Já...já! Jájá, já, jájá")
Svo fer hann í tölvuna og spilar ElastoMania til að verðlauna sig eða tæma hugann eða...eitthvað. Ég reyni að lesa eigið námsefni í friði en er sífellt trufluð:
"Sjáðu, sjáðu þetta. Geðveikt kúl. Bíddu, bíddu, horfðu...sko....fer í 2 hringi...æji...ohh...þú mátt ekki halda að þetta sé alltaf svona. Gerist bara þegar þú horfir. Æji, ókei sjáðu ég geri þetta aftur..."
Auðvitað verð ég að hrósa þessari elsku f.hvað hann er flinkur í tölvuleikjum Tilverunnar. Segja honum að hann sé ElastoMania meistari. Kóngurinn. Dást að honum. Þá er hann stoltur.
To Kill a Mockingbird er góð bók. Sjaldan þykir mér leiðinlegt að leggja frá mér námsbækur, en mér finnst súrt í broti að vera búin með þessa. Þó spillti það alltaf ánægjunni af lestri hennar og eins þegar ég les Njálu, ljóð eða málvísindi, að ég fyllist samviskubiti yfir að vera ekki að læra e-ð "mikilvægara". Eða m/öðrum orðum leiðinlegra. Eða m/öðrum orðum stærðfræði. Og frönsku. Og latínu reyndar, en hún er ekki leiðinleg, bara...ógnvekjandi. Hugsa sér ef ég hefði áhuga og ástríðu f.öllu því sem ég er að læra. Ef mér þætti það gefandi og áhugavert. Hugsa sér ef mér þætti allt mitt nám skemmtilegt
Ætli það sé þó ekki mér frekar en náminu sem er ábótavant. (Mér finnst þessi málsgrein hljóma skringilega)
Svo fer hann í tölvuna og spilar ElastoMania til að verðlauna sig eða tæma hugann eða...eitthvað. Ég reyni að lesa eigið námsefni í friði en er sífellt trufluð:
"Sjáðu, sjáðu þetta. Geðveikt kúl. Bíddu, bíddu, horfðu...sko....fer í 2 hringi...æji...ohh...þú mátt ekki halda að þetta sé alltaf svona. Gerist bara þegar þú horfir. Æji, ókei sjáðu ég geri þetta aftur..."
Auðvitað verð ég að hrósa þessari elsku f.hvað hann er flinkur í tölvuleikjum Tilverunnar. Segja honum að hann sé ElastoMania meistari. Kóngurinn. Dást að honum. Þá er hann stoltur.
To Kill a Mockingbird er góð bók. Sjaldan þykir mér leiðinlegt að leggja frá mér námsbækur, en mér finnst súrt í broti að vera búin með þessa. Þó spillti það alltaf ánægjunni af lestri hennar og eins þegar ég les Njálu, ljóð eða málvísindi, að ég fyllist samviskubiti yfir að vera ekki að læra e-ð "mikilvægara". Eða m/öðrum orðum leiðinlegra. Eða m/öðrum orðum stærðfræði. Og frönsku. Og latínu reyndar, en hún er ekki leiðinleg, bara...ógnvekjandi. Hugsa sér ef ég hefði áhuga og ástríðu f.öllu því sem ég er að læra. Ef mér þætti það gefandi og áhugavert. Hugsa sér ef mér þætti allt mitt nám skemmtilegt
Ætli það sé þó ekki mér frekar en náminu sem er ábótavant. (Mér finnst þessi málsgrein hljóma skringilega)
föstudagur, október 11, 2002
Það fór alveg fram hjá mér að á morgun væri landsleikur í fótbolta. Hafði þó heyrt útvarpsviðtal v.Eið Smára og brosað í kampinn yfir öllum þessum Skotum. Um ellefuleytið í dag gekk hópur vaskra, pilsklæddra mann í veg f.mig ofl. og spurðu hvar hægt væri að sitja yfir bjór svo snemma morguns. Ég stakk upp á Nelly´s og brugðust þeir glaðir við. (Hmm, ég ætti eiginlega að fá borgað f.þessa auglýsingu.)
Skotar eru skemmtilegir. Mér finnst virðingarvert hve þjóðbúningur þeirra er í hávegum hafður, hlýtur að efla samkenndina. Við veltum þó f.okkur í dag hvort þeir yrðu ekki örlítið ringlaðir á almenningsklósettum, þar sem manneskjurnar á skiltunum eru nákvæmlega eins nema önnur er í pilsi.
Enn eitt föstudagskvöldið í rólegheitum. E-n tíma hlýt ég að springa út í algjörum djammþorsta. Það sem af er þessu skólaári er söguleg lægð hjá mér hvað það varðar. Sjálfsagt vegna hjúskaparstöðu, væri ég lausbundnari tel ég líklegt að ég myndi rannsaka skemmtanalífið af meiri ákafa. Mest krassandi viðburðir skemmtanalífs míns frá skólasetningu væru líklegast dauði hamstursins og staupun á Rússnesku fótbroti, sem Bragi "æsku"vinur minn kynnti f.mér.
Innihald Rússnesks fótbrots:
Vodki
Blátt ópal
Aðferð:
Hrist saman þar til ópalið er uppleyst.
(skemmtilegur partýleikur um leið)
Njótið helgarinnar. Það mun ég gera.
Skotar eru skemmtilegir. Mér finnst virðingarvert hve þjóðbúningur þeirra er í hávegum hafður, hlýtur að efla samkenndina. Við veltum þó f.okkur í dag hvort þeir yrðu ekki örlítið ringlaðir á almenningsklósettum, þar sem manneskjurnar á skiltunum eru nákvæmlega eins nema önnur er í pilsi.
Enn eitt föstudagskvöldið í rólegheitum. E-n tíma hlýt ég að springa út í algjörum djammþorsta. Það sem af er þessu skólaári er söguleg lægð hjá mér hvað það varðar. Sjálfsagt vegna hjúskaparstöðu, væri ég lausbundnari tel ég líklegt að ég myndi rannsaka skemmtanalífið af meiri ákafa. Mest krassandi viðburðir skemmtanalífs míns frá skólasetningu væru líklegast dauði hamstursins og staupun á Rússnesku fótbroti, sem Bragi "æsku"vinur minn kynnti f.mér.
Innihald Rússnesks fótbrots:
Vodki
Blátt ópal
Aðferð:
Hrist saman þar til ópalið er uppleyst.
(skemmtilegur partýleikur um leið)
Njótið helgarinnar. Það mun ég gera.
fimmtudagur, október 10, 2002
Andvökunætur eru miðurkemmtilegar. Þær má hinsvegar bæta upp m/ánægjulegum morgunstundum.
Mér þykir sársaukafullt að sjá hvernig Sigga Jó lætur nemendur sína hafa sig að fífli. Það er erfitt að bera mikla virðingu f.þessari konu sem kennara, sérstaklega þegar kennslustundirnar leysast upp í fíflagang á hennar kostnað, sem hún ekki fattar. Konugreyið. Ég held hún sofi m/nátthúfu m/löngu skotti.
Mér þykir sársaukafullt að sjá hvernig Sigga Jó lætur nemendur sína hafa sig að fífli. Það er erfitt að bera mikla virðingu f.þessari konu sem kennara, sérstaklega þegar kennslustundirnar leysast upp í fíflagang á hennar kostnað, sem hún ekki fattar. Konugreyið. Ég held hún sofi m/nátthúfu m/löngu skotti.
miðvikudagur, október 09, 2002
Klósettpappírinn hérna niðri í skóla er full harðneskjulegur f.minn smekk. Ái.
Steinunn enskukennari er komin aftur. Hún er ágæt, en mér þykir synd að hafa ekki fengið að sitja í kennslustund hjá goðsögninni Guðna kjafti. Hann kenndi sumum gæfusömum bekkjum í forföllum. Ég gæti lengi stært mig af því að hafa setið undir kurteisislegum svívirðingum hans.
Frank situr hrærður v.hlið mér. Ég sendi honum lesbískt kort í gær og hann er alveg í skýjunum. Maður á að rækta vini sína.
Steinunn enskukennari er komin aftur. Hún er ágæt, en mér þykir synd að hafa ekki fengið að sitja í kennslustund hjá goðsögninni Guðna kjafti. Hann kenndi sumum gæfusömum bekkjum í forföllum. Ég gæti lengi stært mig af því að hafa setið undir kurteisislegum svívirðingum hans.
Frank situr hrærður v.hlið mér. Ég sendi honum lesbískt kort í gær og hann er alveg í skýjunum. Maður á að rækta vini sína.
mánudagur, október 07, 2002
Kári fullyrðir og þrætir fyrir og neitar að samþykkja annað en að e-r á heimilinu skeini sig í handklæðin. Þessu hefur hann haldið fram í marga mánuði, tekur málið alltaf upp aftur á nokkura vikna fresti. Af hræðslu við kúkinn í handklæðunum þurrkar hann sér ekki um hendurnar eftir þvott. Það er skemmst frá því að segja að engir aðrir fjölskyldumeðlimir hafa orðið varir við téða kúkabletti.
Þess má einnig geta að hann hefur aftur sett Metallica á fóninn. Mamma vældi en ákvað svo að beita sálfræðinni á hann; "Ég var að heyra að þú ættir kærustu? Hvað heitir hún?"
Fjölskyldulífið í Akurholti 19 er indælt.
Þess má einnig geta að hann hefur aftur sett Metallica á fóninn. Mamma vældi en ákvað svo að beita sálfræðinni á hann; "Ég var að heyra að þú ættir kærustu? Hvað heitir hún?"
Fjölskyldulífið í Akurholti 19 er indælt.
Konni var að benda mér á bjánalega villu sem ég gerði. Að orðinu skrifandisk (Kolbeiníska) hafði ég á tilfinningunni að e-ð væri rotið v.það, en ath.það ekki frekar. Hefði betur gert það, því enginn vill vera þekktur f.málfarsvillur í skrifum sínum nei ó nei. Nú hef ég kippt þessu í liðinn og minnast aldrei aftur á það.
Ég sé að Önundur hefur komið sér upp linkum. (Reyndar alveg afspyrnuljótum hehehe) Ég þarf að gera e-ð álíka. Hef líka tekið e.að klukkan er e-ð brengluð. Bara nenni ekki að fikta í templeitinu til að finna þetta út. Ætla að hita mér upp gamlan grjónagraut í staðinn.
Ég sé að Önundur hefur komið sér upp linkum. (Reyndar alveg afspyrnuljótum hehehe) Ég þarf að gera e-ð álíka. Hef líka tekið e.að klukkan er e-ð brengluð. Bara nenni ekki að fikta í templeitinu til að finna þetta út. Ætla að hita mér upp gamlan grjónagraut í staðinn.
Í morgun fór ég út í búð og keypti hangikjöt. Það kostaði 700 kr.
Áðurnefnd framkvæmdagleði foreldra varð til þess að báðir lamparnir mínir voru fjarlægðir úr herbergi mínu að mér forspurðri. Þeir eru nú í Kára herbergi (sem átti einmitt alltaf að verða mitt en ég svikin um það) til að vekja athygli á fallega nýja skrifborðinu hans. Vegna þessa þarf ég nú aftur að slökkva ljósið hjá hurðinni og stökkva svo undir sæng áður en vondi kallinn undir rúminu grípur í ökklana. Meira vesenið.
E-s staðar var skrifað að stelpur óttist hvað leynist undir rúminu en strákar óttist hvað er utan v.gluggann. Skýringin var sú að kvk.forverar okkar hefðu sofið í trjám og hættan því komið neðan að þeim, en að karlkynið hefði sofið á jörðinni, óvarðir til allra hliða. Voða sæt kenning.
Ég skrifaði "Kára herbergi" hérna f.ofan. Í dag var mér bent á að slíkt væri ensk orðaröðun, áttaði mig ekki á því. Svona læðist enskan aftan að manni. Hinsvegar er til lítils að setja sig upp á móti þessu held ég, löngu orðið rótgróið í ísleskunni. Eða er ég bara setningafræðilegur vanviti?
Talandi um Kára. Í stað hlöðunnar ákvað ég að læra heima í dag þar sem ég þurfti að fara á heilsugæsluna og þegar ég er á annað borð komin upp í Mosfellsbæ nenni ég ekki að vesenast út úr honum aftur. Ég gleymdi hinsvegar að taka m/í reikninginn hinn 15 ára gamla bróður sem var að hefja gítarnám og spilar Metallica ( ath.ekki fallbeygt, of margir hafa tilhneigingu til þess) af mikilli ástríðu í græjunum í stofunni. Eldhúsið er eini staðurinn í húsinu þar sem ég sé mér fært að læra, því mamma er búin að planta óumbeðnum prentara á skrifborðið mitt sem tekur allt pláss.
Ég er f.löngu búin að ákveða hvað hver og einn fjölskyldumeðlimur fær að gjöf frá mér um jólin.
Áðurnefnd framkvæmdagleði foreldra varð til þess að báðir lamparnir mínir voru fjarlægðir úr herbergi mínu að mér forspurðri. Þeir eru nú í Kára herbergi (sem átti einmitt alltaf að verða mitt en ég svikin um það) til að vekja athygli á fallega nýja skrifborðinu hans. Vegna þessa þarf ég nú aftur að slökkva ljósið hjá hurðinni og stökkva svo undir sæng áður en vondi kallinn undir rúminu grípur í ökklana. Meira vesenið.
E-s staðar var skrifað að stelpur óttist hvað leynist undir rúminu en strákar óttist hvað er utan v.gluggann. Skýringin var sú að kvk.forverar okkar hefðu sofið í trjám og hættan því komið neðan að þeim, en að karlkynið hefði sofið á jörðinni, óvarðir til allra hliða. Voða sæt kenning.
Ég skrifaði "Kára herbergi" hérna f.ofan. Í dag var mér bent á að slíkt væri ensk orðaröðun, áttaði mig ekki á því. Svona læðist enskan aftan að manni. Hinsvegar er til lítils að setja sig upp á móti þessu held ég, löngu orðið rótgróið í ísleskunni. Eða er ég bara setningafræðilegur vanviti?
Talandi um Kára. Í stað hlöðunnar ákvað ég að læra heima í dag þar sem ég þurfti að fara á heilsugæsluna og þegar ég er á annað borð komin upp í Mosfellsbæ nenni ég ekki að vesenast út úr honum aftur. Ég gleymdi hinsvegar að taka m/í reikninginn hinn 15 ára gamla bróður sem var að hefja gítarnám og spilar Metallica ( ath.ekki fallbeygt, of margir hafa tilhneigingu til þess) af mikilli ástríðu í græjunum í stofunni. Eldhúsið er eini staðurinn í húsinu þar sem ég sé mér fært að læra, því mamma er búin að planta óumbeðnum prentara á skrifborðið mitt sem tekur allt pláss.
Ég er f.löngu búin að ákveða hvað hver og einn fjölskyldumeðlimur fær að gjöf frá mér um jólin.
sunnudagur, október 06, 2002
Svo virðist sem ekkert húsgagn eigi sér fastan samastað á heimili mínu heldur eru þau á sífellu flakki um húsið vegna framkvæmdagleði foreldranna, sem lýkur þó aldrei nema til hálfs. Þegar ég kem heim í myrkrinu fæ ég óviðbúnar kommóður og tágastóla í fangið hvert sem ég stíg, þar sem áður var laust gólfpláss. Vegna þessa uppsker ég marga marbletti sem eiga engan rétt á sér.
Mikið var gaman að sjá strákana fagna sigri í gærkvöldi. Já MR-ingar eru tvöfaldir MR-ví meistarar, sem þýðir að næsta ár kemur bikarinn í hús. Í fyrra missti ég af ræðukeppninni þar sem ég þurfti að vinna í hinu illa kjötborði Nóatúns í Mosfellsbæ. Aldrei hef ég verið jafn bitur. Nú líður mér ögn skár, takk kæra ræðulið og til hamingju. Þá sérlega Jóhann, ástsæll bekkjarbróðir minn, meðritstjórnandi og ræðumaður kvöldsins. Einnig vil ég hylla Frank enn og aftur. Hann kann sko að taka tímann drengurinn og það er hreint ekki á allra færi. Tók t.d. tímann á mér og ég var 10,48 sek. Axlabandabikiníið var líka einstaklega sniðugt. Sem fyrr gat tímavörður vessló ekki lagt sig fram um að gefa neitt frumlegt eða skemmtilegt. Í fyrra var það gamalt skólablað og í ár niðurrifin plaköt af veggjum verslunarskólans. Vei.
Áðan var ég í andfélagslegu skapi. Hafði hugsað mér að sitja heima yfir Njálu. Ákvað samt að hífa mig upp á rassgatinu og horfa á Zoolander m/vinkonunum. Fínasta afþreying. Þó hafði ég meira gaman af samtölum kvöldsins en myndinni. Stelpuspjall góðra vinkvenna er stórskemmtilegt, það hefur mér alltaf fundist.
Ég hef komist að því að af mér er dreginn fullur skattur. Þetta raskar fjárhagsáætluninni í bili og reitir mig til reiði. Er á nógu miklum skítalaunum fyrir þó ég sé ekki líka að fá útborgað aðeins tæplega helminginn.
Jæja bælið.
Áðan var ég í andfélagslegu skapi. Hafði hugsað mér að sitja heima yfir Njálu. Ákvað samt að hífa mig upp á rassgatinu og horfa á Zoolander m/vinkonunum. Fínasta afþreying. Þó hafði ég meira gaman af samtölum kvöldsins en myndinni. Stelpuspjall góðra vinkvenna er stórskemmtilegt, það hefur mér alltaf fundist.
Ég hef komist að því að af mér er dreginn fullur skattur. Þetta raskar fjárhagsáætluninni í bili og reitir mig til reiði. Er á nógu miklum skítalaunum fyrir þó ég sé ekki líka að fá útborgað aðeins tæplega helminginn.
Jæja bælið.
föstudagur, október 04, 2002
Samkynhneigðir einstaklingar geta fengið undanþágu frá íþróttatímum og finnst mér það fullkomlega eðlilegt. Annað er öllu merkilegra; mér var sagt að bekkjarsystir mín hefði farið til læknis og fengið vottorð sem staðfesti að hún væri lesbía. Þanni sleppur hún v.íþróttatímana og óska ég henni til hamingju m/það. En hvað er málið með að fá vottorð um samkynhneigð hjá lækni? Hvernig gengur læknirin úr skugga um að viðkomandi sé eiginkynselskandi? Tekur hann blóðprufu?
Henrique Garcia situr v.píanóið í Cösu og spilar Ave Maria. Mér finnst ég vera í bíómynd; senan er ég hlæjandi á skólagöngunum m/félögunum, smám saman dofnar myndin og "feidar" út, tónlistin hækkar, gamalt fólk birtist sitjandi yfir spilum m/tregafullan glampa í augum. Henriqe hefur komið mér í margs konar ástand frá því hann byrjaði fyrst að busast v.píanóið í fyrrahaust.
Að lokum vil ég endurtaka á opinberum vettvangi afsökunarbeiðni mína til Margrétar. Ég hafði engan rétt á að hreyta ónotum í þig Margrét mín þó þú tyggðir (viðtengingarháttúr þátíðar sagnarinnar "að tyggja" í 2.persónu) tyggjóið svona glannalega. Fyrirgefðu.
Henrique Garcia situr v.píanóið í Cösu og spilar Ave Maria. Mér finnst ég vera í bíómynd; senan er ég hlæjandi á skólagöngunum m/félögunum, smám saman dofnar myndin og "feidar" út, tónlistin hækkar, gamalt fólk birtist sitjandi yfir spilum m/tregafullan glampa í augum. Henriqe hefur komið mér í margs konar ástand frá því hann byrjaði fyrst að busast v.píanóið í fyrrahaust.
Að lokum vil ég endurtaka á opinberum vettvangi afsökunarbeiðni mína til Margrétar. Ég hafði engan rétt á að hreyta ónotum í þig Margrét mín þó þú tyggðir (viðtengingarháttúr þátíðar sagnarinnar "að tyggja" í 2.persónu) tyggjóið svona glannalega. Fyrirgefðu.
Eftirfarandi atriði ergja mig við vinnu:
-Fólk sem kaupir 2 karamellur og borgar m/5000 kalli.
-Karlmenn sem biðja brjóstin á mér um popp og kók.
-Þegar gelt er á mig "KÓK" e.að ég hef kurteisislega sagt kvöldið vera gott.
-Flugur sem verpa í gosvélarnar
Þrátt f.þetta söng ég m/fiðlunum í "Stand by me" á leiðinni heim. Hlakkaði í mér þegar ég mætti strætó. Mikið er líf m/bílprófi gefandi. Garðar Cortes (yngri) sótti í annað skiptið á innan v.viku e.afgreiðslu minni. Hef ákveðið að túlka atferli hans sem velþóknun í minn garð. Hvað er að vera of stærðfræðilegur? Því það er álit peningavaktar á honum. Líklegast vegna þess að hann gengur m/ferköntuð gleraugu og í bláum flauelsjakka.
Saumaklúbbur hjá mömmu. Í allt kvöld hef ég hlakkað til að gæða mér á afgangskræsingum, en nú þegar ég er heim komin hef ég misst alla matarlyst. Hinsvegar held ég göfugu starfi mínu áfram og mun færa bekkjarsystkinum mínum fullan poka af gúmmíi og brjóstsykri á morgun. Þarf samt eiginlega að hætta þessu, annars nennir enginn að umgangast mig nema ég eigi nammi. En þessi góðgerðarstarfsemi er ávanabindandi, þ.e. Hróa Hattar hetjudáðirnar að taka frá ríkum og færa þeim fátæku. Auk þess sem ég borða ekkert af þessu sjálf, verandi í mj.svo heilögu nammibindindi m/Háskólamanninum.
Mamma vildi einmitt sýna hann saumakonunum, en fann bara mynd af honum 17 ára að stinga hníf upp í rassinn á sér. Vona að þær dæmi hann ekki út frá því.
Mikið hlakka ég til næst þegar ég verð ósátt v.playmóið mitt. Þá ætla ég að segja; "Eh, ósköp er þetta leimó-playmó!" Það verður gaman.
-Fólk sem kaupir 2 karamellur og borgar m/5000 kalli.
-Karlmenn sem biðja brjóstin á mér um popp og kók.
-Þegar gelt er á mig "KÓK" e.að ég hef kurteisislega sagt kvöldið vera gott.
-Flugur sem verpa í gosvélarnar
Þrátt f.þetta söng ég m/fiðlunum í "Stand by me" á leiðinni heim. Hlakkaði í mér þegar ég mætti strætó. Mikið er líf m/bílprófi gefandi. Garðar Cortes (yngri) sótti í annað skiptið á innan v.viku e.afgreiðslu minni. Hef ákveðið að túlka atferli hans sem velþóknun í minn garð. Hvað er að vera of stærðfræðilegur? Því það er álit peningavaktar á honum. Líklegast vegna þess að hann gengur m/ferköntuð gleraugu og í bláum flauelsjakka.
Saumaklúbbur hjá mömmu. Í allt kvöld hef ég hlakkað til að gæða mér á afgangskræsingum, en nú þegar ég er heim komin hef ég misst alla matarlyst. Hinsvegar held ég göfugu starfi mínu áfram og mun færa bekkjarsystkinum mínum fullan poka af gúmmíi og brjóstsykri á morgun. Þarf samt eiginlega að hætta þessu, annars nennir enginn að umgangast mig nema ég eigi nammi. En þessi góðgerðarstarfsemi er ávanabindandi, þ.e. Hróa Hattar hetjudáðirnar að taka frá ríkum og færa þeim fátæku. Auk þess sem ég borða ekkert af þessu sjálf, verandi í mj.svo heilögu nammibindindi m/Háskólamanninum.
Mamma vildi einmitt sýna hann saumakonunum, en fann bara mynd af honum 17 ára að stinga hníf upp í rassinn á sér. Vona að þær dæmi hann ekki út frá því.
Mikið hlakka ég til næst þegar ég verð ósátt v.playmóið mitt. Þá ætla ég að segja; "Eh, ósköp er þetta leimó-playmó!" Það verður gaman.
fimmtudagur, október 03, 2002
Meðan ég man þá vil ég þakka Halla og Gulla úr ritstjórn MT f.að redda mér upp að fjalli í gær.
Mamma var ekki sátt v.mig þegar ég fór að heiman í morgun. Mér finnst leitt ef hún skammast sín f.dóttur sína, en hún verður að taka tillit til þess að ég er aðeins fátæk námsstúlka að spara fyrir 5.bekkjarferð. Það var ekki metnaður á tískusviðinu sem fékk mig til að klæðast gauðrifnum gallabuxum. Staðreyndin er bara sú að ég á einungis tvennar buxur sem ég get klæðst með góðu móti dagsdaglega, og hinar eru útataðar í Hengli.
Gangan í gær var þrælskemmtileg. Eftir að hafa sigrast á mesta brattanum og blóðbragðinu í munninum gátum við séð hvað útsýnið hefði verið glæsilegt, ef ekki væri f.þokuna. Við Hilmir stefnum nú á að smala saman góðu fólki og bjór v.tækifæri og rölta aðeins lengra, þ.e. að náttúruparadísinni sem er að finna í botni dalsins. Hana ætla ég þó ekki að nefna hér til að vekja ekki áhuga óviðkomandi aðila.
Í vetur ber 5.bekk að lesa Brennu Njáls sögu. Ég er þegar byrjuð, reyndar ekki kominn langt en finnst hún þó skemmtileg. Ég heyrði í fréttunum að nú verði haldið síðasta Njálu-námskeiðið hjá honum kalli sem ég man ekki hvað heitir. Borgarleikhúsið mun hýsa það og hafa 400 manns skráð sig. Mig langar mikið á þetta námskeið. En ætli það stangist ekki á við fjárhagsáætlun mína? Kannski er þegar upppantað....þarf að kynna mér málið.
Gleðifrétt dagsins í dag...og líklegast vikunnar....eða mánaðarins (nema MR vinni ræðukeppnina á morgun) er sú að ég fékk 9 á íslenskuprófi og er það hæsta einkunn sem ég hef séð það sem af er vetrar. Löng málsgrein. Slæmu fréttirnar eru þær að á morgun er frönskupróf en vinna í kvöld, svo líklegast kemur ekki eins falleg tala út úr því prófi.
Bókhlaðan.
Gangan í gær var þrælskemmtileg. Eftir að hafa sigrast á mesta brattanum og blóðbragðinu í munninum gátum við séð hvað útsýnið hefði verið glæsilegt, ef ekki væri f.þokuna. Við Hilmir stefnum nú á að smala saman góðu fólki og bjór v.tækifæri og rölta aðeins lengra, þ.e. að náttúruparadísinni sem er að finna í botni dalsins. Hana ætla ég þó ekki að nefna hér til að vekja ekki áhuga óviðkomandi aðila.
Í vetur ber 5.bekk að lesa Brennu Njáls sögu. Ég er þegar byrjuð, reyndar ekki kominn langt en finnst hún þó skemmtileg. Ég heyrði í fréttunum að nú verði haldið síðasta Njálu-námskeiðið hjá honum kalli sem ég man ekki hvað heitir. Borgarleikhúsið mun hýsa það og hafa 400 manns skráð sig. Mig langar mikið á þetta námskeið. En ætli það stangist ekki á við fjárhagsáætlun mína? Kannski er þegar upppantað....þarf að kynna mér málið.
Gleðifrétt dagsins í dag...og líklegast vikunnar....eða mánaðarins (nema MR vinni ræðukeppnina á morgun) er sú að ég fékk 9 á íslenskuprófi og er það hæsta einkunn sem ég hef séð það sem af er vetrar. Löng málsgrein. Slæmu fréttirnar eru þær að á morgun er frönskupróf en vinna í kvöld, svo líklegast kemur ekki eins falleg tala út úr því prófi.
Bókhlaðan.
miðvikudagur, október 02, 2002
Í dag hef ég keypt mér ótalmarga vini með góssinu úr bíóinu. Auk þess hef ég aðeins setið í 2 kennslustundum af 9. (Frí í tvöfaldri spænsku líka) Á eftir kl.16:30 mun ég svo ganga á Hengilinn, þ.e.a.s. ef ég hef tök á að koma mér þangað.
Fram að vinnu í gær upplifði ég mikla einsemd. Þannig er að í síðustu jóla-og vorprófum lærði á Íþöku, bókasafni Menntaskólans. Lestrinum fylgdi þá mikið félagslíf, svo sem skák, hackysack (tók reyndar þátt í hvorugu en fylgdist m/af áhuga) orðaleikir, hástemmdar umræður og bjánaskapur. Í gær sat ég ein í galtómum lestrarsalnum. Þögnin nísti mig að innan og ég fylltist fortíðarþrá, kvilla sem ég þjáist gjarnan af. Upplifi jafnvel fyrirfram fortíðarþrá á stundum, þ.e. trega augnablikið f.hönd sjálfrar mín í framtíðinni. Afi minn er múrari.
Ég þarf að finna mér bílandi mann á leið upp að Hengilsvæðinu; leit hafin.
Fram að vinnu í gær upplifði ég mikla einsemd. Þannig er að í síðustu jóla-og vorprófum lærði á Íþöku, bókasafni Menntaskólans. Lestrinum fylgdi þá mikið félagslíf, svo sem skák, hackysack (tók reyndar þátt í hvorugu en fylgdist m/af áhuga) orðaleikir, hástemmdar umræður og bjánaskapur. Í gær sat ég ein í galtómum lestrarsalnum. Þögnin nísti mig að innan og ég fylltist fortíðarþrá, kvilla sem ég þjáist gjarnan af. Upplifi jafnvel fyrirfram fortíðarþrá á stundum, þ.e. trega augnablikið f.hönd sjálfrar mín í framtíðinni. Afi minn er múrari.
Ég þarf að finna mér bílandi mann á leið upp að Hengilsvæðinu; leit hafin.
Ég mætti spræk í 4.tíma, slysaðist til að sleppa 3 fyrstu. Nema hvað engin kennari lét sjá sig, í tvöföldum tíma + hádegishlé, svo ég byrja ekki nám mitt í dag fyrr en kl.12:20. Örvæntingarfullar tilraunir mínar til að endurvekja cösustemninguna frá því í fyrra mega sín lítils. Kannski e.áramót hver veit.
Fótboltatrákarnir virðast hafa ákveðið að þeir eigi skólann. Þakklátir samnemendur þeirra fá að heyra Eminem á fullum styrk í hverju hádegishlé og vei þeim sem reyna að skipta um tónlist. Biggi var hrakinn burt frá græjunum áðan, en þó vinsamlegast beðinn um að setja aftur á lag nr.13 á hækka í botn fyrst. Æh, þeir eru ágætir.
Í gær bárust mér mikil gleðitíðindi, Sigurður Arent, einn ánægjulegasti fylgifiskur menntaskólaára minna, hefur sett mig á "skyldu-listann" á síðunni sinni. Valde commota sum. (já ég er í þversögn við sjálfa mig, veit, ég veit) Sjálf er ég alltaf á leiðinni að setja upp lista yfir áhugaverða sambloggara hér til hliðar, það stendur til.
Á föstudaginn er MR-ví dagurinn. Ég mun fylgjast af áhuga m/Snæbirni Guðmundssyni forseta Vísindafélagsins og vona innilega að hann gerist sá senuþjófur sem hann hefur burði í að vera. Hann er svo fallegur drengurinn.
Fótboltatrákarnir virðast hafa ákveðið að þeir eigi skólann. Þakklátir samnemendur þeirra fá að heyra Eminem á fullum styrk í hverju hádegishlé og vei þeim sem reyna að skipta um tónlist. Biggi var hrakinn burt frá græjunum áðan, en þó vinsamlegast beðinn um að setja aftur á lag nr.13 á hækka í botn fyrst. Æh, þeir eru ágætir.
Í gær bárust mér mikil gleðitíðindi, Sigurður Arent, einn ánægjulegasti fylgifiskur menntaskólaára minna, hefur sett mig á "skyldu-listann" á síðunni sinni. Valde commota sum. (já ég er í þversögn við sjálfa mig, veit, ég veit) Sjálf er ég alltaf á leiðinni að setja upp lista yfir áhugaverða sambloggara hér til hliðar, það stendur til.
Á föstudaginn er MR-ví dagurinn. Ég mun fylgjast af áhuga m/Snæbirni Guðmundssyni forseta Vísindafélagsins og vona innilega að hann gerist sá senuþjófur sem hann hefur burði í að vera. Hann er svo fallegur drengurinn.
ÞAÐ ER ÚRHELLI! Vona að fárviðrið endist rúman sólarhring, þá verður enginn leikfimiganga jibbí. Djöfull er ég löt.
Er að tala við Önna og Snæbjörn á msn. Fólk á ekki að vaka svona langt yfir miðnætti í miðri viku. Það er forkastanlegt. Forkastanlegt er uppáhaldsorðið mitt í bili.
Farin í sturtu og svo í bælið.
Er að tala við Önna og Snæbjörn á msn. Fólk á ekki að vaka svona langt yfir miðnætti í miðri viku. Það er forkastanlegt. Forkastanlegt er uppáhaldsorðið mitt í bili.
Farin í sturtu og svo í bælið.
þriðjudagur, október 01, 2002
Súrmjólk í morgunmat og súrmjólk í kvöldmat. Mamma kom heim og æpti: "Hvers vegna færðu þér ekki grjónagraut eða e-ð?" Ég æpti "því það er ekki til mjólk" hún æpti "já ég skrepp bara og kaupi mjólk, þetta er enginn kvöldmatur" ég æpti "en ég er að fara að vinna eftir 10 mín." Og síðan féllumst við í faðma.
Bjarni bjútí kenndi mér ensku í dag. Synd hvernig virðurnöfn eru á undanhaldi á Íslandi. Ef þau væru enn við lýði í daglegu lífi héti ég pottþétt Una Metall.
Farin að vinna. Komið endilega í bíó til mín.
Bjarni bjútí kenndi mér ensku í dag. Synd hvernig virðurnöfn eru á undanhaldi á Íslandi. Ef þau væru enn við lýði í daglegu lífi héti ég pottþétt Una Metall.
Farin að vinna. Komið endilega í bíó til mín.
Mjer leiðist.
Læra.
Ohhh.
Þetta reddaðist samt allt.
Nema jakkinn minn, ég er yfirhafnarlaus í hitabeltisskúrnum.
Ég ætla að reyna að gerast æ þunglyndari til að komast inn á "skyldu-listann" hans Sigga Arent Niðurdrepandi blogg ku vera líklegt til vinsælda sbr.Lovísa siggabekkjarsystir.
Bókhlaðan er off sökum yfirhafnarleysis, legg ekki í rigningargöngutúr upp eftir. Þá er það Íþaka.
Læra.
Ohhh.
Þetta reddaðist samt allt.
Nema jakkinn minn, ég er yfirhafnarlaus í hitabeltisskúrnum.
Ég ætla að reyna að gerast æ þunglyndari til að komast inn á "skyldu-listann" hans Sigga Arent Niðurdrepandi blogg ku vera líklegt til vinsælda sbr.Lovísa siggabekkjarsystir.
Bókhlaðan er off sökum yfirhafnarleysis, legg ekki í rigningargöngutúr upp eftir. Þá er það Íþaka.
Það gengur allt á afturfótunum hjá mér. Ég þarf nauðsynlega að skila pabba myndavélinni, sem er enn heima hjá Konna í hlíðunum. (Strákarnir eru enn að vinna í uppsetningunni, mér líður ekki vel á sálinni) Blaðið fer í prentun í dag svo ég þarf að finna skanna til afnota e-s staðar, hvar svo sem þar verður. Það eina sem mér dettur í hug er að skrópa og fara niður í vinnu til pabba, sem mun þá væntanlega krefjast myndavélarinnar, sem ég ekki hef.
Kíkti í heimsókn í stofunna hennar Steinunnar áðan. Þar voru nokkrar manneskjur sem ég hef aldrei nokkurn tíma séð áður svo ég muni, og eru þó m/mér í skóla á 3.ári. Steinunn er enn að jafna sig eftir helgina, en hún tók þá skyndiákvörðun á fimmtudaginn að fljúga til Noregs á föstudag í tilefni af afmæli Söndru vinkonu. (Hún býr senst í Osló) Mikið væri ég til í svona helgarflipp, ég bara tími því ekki. Sparasparaspara. Annað mál ef ég byggi t.d. í Noregi, en kærasti Söndru bauð henni til útlanda í tilefni af afmælinu. Þau fóru út á flugvöll og tóku bara næstu vél sem hljómaði spennandi, enduðu á Kýpur. Eftir því sem ég best veit kostaði flugið 16.þús. ísl.kr. Það er ljúft. Helvítis Ísland að vera svona langt frá öllu.
Held það sé bókhlaðan í dag. Reyna að bjarga því sem bjargað verður f.komandi latínustíl.
Kíkti í heimsókn í stofunna hennar Steinunnar áðan. Þar voru nokkrar manneskjur sem ég hef aldrei nokkurn tíma séð áður svo ég muni, og eru þó m/mér í skóla á 3.ári. Steinunn er enn að jafna sig eftir helgina, en hún tók þá skyndiákvörðun á fimmtudaginn að fljúga til Noregs á föstudag í tilefni af afmæli Söndru vinkonu. (Hún býr senst í Osló) Mikið væri ég til í svona helgarflipp, ég bara tími því ekki. Sparasparaspara. Annað mál ef ég byggi t.d. í Noregi, en kærasti Söndru bauð henni til útlanda í tilefni af afmælinu. Þau fóru út á flugvöll og tóku bara næstu vél sem hljómaði spennandi, enduðu á Kýpur. Eftir því sem ég best veit kostaði flugið 16.þús. ísl.kr. Það er ljúft. Helvítis Ísland að vera svona langt frá öllu.
Held það sé bókhlaðan í dag. Reyna að bjarga því sem bjargað verður f.komandi latínustíl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)